30.9.2007 | 09:12
Draumar og Eldgos
Dreymdi í nótt að það væri byrjað að gjósa einhversstaðar í kringum Reykjavík, það var svo rosalegt eldgos og sjórinn hafði flætt yfir helminginn af bænum og fólk var syndandi út um allt til að reyna að bjarga sér. Einhvern veginn vorum ég og mín fjölskylda samt í einhverju húsi sem slapp alveg við þetta, vorum ofarlega í húsinu þar sem við gátum bara horft á allt þetta gerast í kringum okkur. Svo allt í einu hætti að gjósa, helmingurinn af borginni var kominn undir sjó en samt hófst bara hið daglega líf eins og ekkert hafi í skorist um leið og gosið hætti........
Þetta fer annars að verða ansi furðulegt, í sumar fór ég tvisvar í Öskju, yndislegar ferðir alveg. Daginn eftir seinni ferðina minnir mig, dreymdi mig að það væri farið að gjósa í Kröflu og það var svona svipað nema þá var ekkert vatn, bara allir að hlaupa undan gosinu. Nokkrum dögum seinna kom í fréttunum að það væri verið að spá eldgosi í Öskju....varð reyndar aldrei neitt úr því.......
Ég hef semsagt aldrei verið neitt berdreymin þannig að ég vona að ég geti bara verið róleg hérna í góðri trú um að það fari ekki að gjósa......
Athugasemdir
Þetta er allveg creepy ef heyrt marga dreyma svona svipað sérstaklega að reykjavik væri kominn undir ´sjó ég skil þetta ekki mjög margir sem eru að dreyma eldgos í bláfjöllum vá það væri hrikalegt
sverri (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning